Troðið æpodd í eyrun og hálfri Bastogne Lu kexköku í munninn. Tyggið. Brjótið heilann. Lofa líflegum sándeffektum.
Gráupplagt þegar hausinn er fullur af erfiðum hugsunum.
Fljótlega mun ég birta hér gátu með tæknilegu ívafi. Hlakkið til en gleymið samt ekki smáfuglunum. Sem minnir mig á sögu sem ég heyrði í morgun. Vinnufélagi minn var í ráðhúsinu í gær á tónleikum, í hléi stóð hann upp og horfði út um gluggann. Hann sá önd koma kjagandi með fimm litla dúnmjúka hnoðra í halarófu á eftir mömmu sinni. Svo krúttleg sjón. Skyndilega steypti hvítt mávager sér yfir fjölskylduna, vargurinn réðist á ungana og sleit þá í sundur þar til ekkert var eftir nema blóðugur dúnn á stangli. Hviss bæng.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli