Fór á netkaffihús í gær og reyndi að kíkja á bloggsíðuna mína en þá kom svona melding: U-level filter. This site is blocked due to pornographic content.
Við frekari tilraunir sá ég að allar blogspot síður eru síaðar út, það létti örlítið á paranojunni.
Þegar ég kem heim ætla ég á fund Ólafs Ragnars Grímssonar með erindi. Ætla að stinga upp á 26. maí sem blogglausa deginum. Þá getum við öll notið þess að lifa einn dag án bloggs. Sé að ég þyrfti á slíku umönnunarofbeldi að halda, netfíknin er sterk. Í andartaks veiklyndi reyndi ég m.a.s. að komast á netið í símanum mínum, en það gekk ekki.
Horfði í gær á þátt í sjónvarpinu sem heitir How to find a husband. Þar var talað við ýmsa sérfræðinga sem ég hingað til vissi ekki að væru til, t.d. "date doctor", en hann greinir vanda sem viðkomandi á við að etja á stefnumótum. Síðan var rætt við "relationship psychologist" en hún greindi sambanda-vanda. Ég er búin að læra margt. Ég er hafsjór af fróðleik.
Og hvar haldið þið að ég sé núna? Jú, ég er í vinnunni hjá stóra bróður og á skrifstofunni er risa gluggi og hinum megin eru menn að bóna einkaþotu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli