Fyrir þúarann sem góði rauði bankinn gaf þeim hluta þjóðarinnar sem er ég, keypti ég bókina Mergur málsins, íslensk orðatiltæki. Þurfti reyndar að bæta við um 8 þúurum í viðbót, en hvað er það milli vina?
Þið munuð aldeilis ekki lifa á moðunum hjá mér, enda ætla ég að fá sem mest fyrir pénínginn og flúra mál mitt og skreyta ótæpilega. Uppúr bókinni. Ef til vill verð ég fyrsta konan til að skrifa blogg með orðskýringum. Kjörið námsefni í grunnskólana.
Hafið þið tekið eftir því undanfarið hvursu mjög menn láta ganga leppinn og þvöguna? Sumir hafa jafnvel haft stjórnmálamenn okkar að skimpi, en ætli gárungarnir gefist ekki upp á gamburmosanum eftir helgina, þegar við blasir stjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknar. Þá munu kommarnir, fjallagrasafólkið og annað uppsóp hætta að kássast upp á annarra manna jússur. Ó, já.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli