miðvikudagur, janúar 24, 2007

Liberae sunt nostrae cogitationes

Var að enda við uppvaskið eftir ljúfa átveislu. Gestir mínir í kvöld voru sérlega vel af guði gerðir, enda allir bráðskyldir mér. Heyrði sögu af manni sem leigði herbergi af bróður mínum í Vesturbænum. Voru af leigjanda þessum nokkur vandræði þar sem trúarbrögð hans og siðir kölluðu á sálnaflakk með grænmetisívafi. Til að ná æðri tilverustigum þurfti karlinn að sjóða kynstrin öll af spergilkáli sem ku víst gefa af sér réttu gufurnar til að slengja sálinni út úr líkamanum. Íbúar blokkarinnar voru lítt hrifnir af stöðugri brokkolílykt og komst bróðir minn vart um húsið óáreittur, því fólk lét reiði sína yfir grænmetisgufum og sálnaflakki stöðugt bitna á honum. Svona getum við Íslendingar verið þröngsýnir og auðpirraðir...

Fann undraskemmtilega síðu fyrir fólk sem vill slá um sig á latínu, en til þess neyddist ég vegna athugasemda sem ég fékk frá óþekktri manneskju að handan (sem talar dautt tungumál).

Læt hér fylgja nokkrar þénugar tilvitnanir. Þýðingar fylgja á eftir, en í ruglaðri röð - þið megið giska hvaða merking liggur í latínunni.

1. Potestatem obscuri lateris nescis
2. Omnes lagani pistrinae gelate male sapiunt
3. Obesa cantavit
4. Estne tibi forte magna feles fulva et planissima?

a) All frozen pizzas taste lousy
b) Do you by chance happen to own a large, yellowish, very flat cat?
c) You don't know the power of the dark side
d) The fat lady has sung

Engin ummæli: