föstudagur, janúar 05, 2007

Draumormur

Fyrir stuttu dreymdi mig draum. Í þessum draumi otaði frændi minn stórri eiturslöngu upp að andliti mínu, ég var mjög hrædd og færðist undan.

Fletti upp í draumráðningabók.

"Eiturslöngur": Það er ekkert sérstaklega gott að dreyma eiturslöngur. Þær eru tákn svikulla vina. Um "höggorma" segir m.a.: "Höggormar eru einnig taldir tákn um rifrildi sem koma dreymandanum til góða...Auk þess er full ástæða til að vera vel á verði gagnvart fölskum vinum dreymi menn höggorma."

Reyndar er nafn frænda míns ljómandi gott draumtákn, svo ég lít þannig á að þessi draumur sé mér alls ekki fyrir slæmu.

En mikið svakalega geta draumar verið sterk upplifun.

Engin ummæli: