fimmtudagur, janúar 04, 2007

Gáleysisleg notkun brjósta í yfirstærð

Langar að deila með ykkur þessari athyglisverðu grein sem ég las í nýjasta hefti Vikunnar:

Brúðgumi kafnar í brjóstum fatafellu
Villt steggjapartí fór heldur betur úr böndunum í Sviss nýlega þegar 32 ára gamall brúðgumi gaf upp öndina. Ólán þetta átti sér stað meðan brúðguminn naut þjónustu matrónulega vaxinnar fatafellu, sem vinir hans höfðu leigt í tilefni dagsins. Skálastærð stúlkunnar er 36DD. Stúlkan sat í kjöltu mannsins og hristi barminn framan í hann af hjartans lyst og segja vitni að maðurinn hafi virst kunna vel að meta trakteringarnar. Hann hafi þó eitthvað farið að baða út öllum öngum þegar leið á "dansinn", en viðstaddir hafi talið það til marks um mikla innlifun en ekki hjálparbeiðni. Að lokum varð þó öllum ljóst að maðurinn var látinn. Ættingjar mannsins hafa bæði höfðað mál gegn fatafellunni og lækninum sem kom sílíkonfyllingunum fyrir í brjóstum hennar. "Þetta er vítavert gáleysi", segir faðir mannsins. "Brjóst þessi eru banvæn vopn."

Látið ykkur þetta að kenningu verða strákar...

Engin ummæli: