þriðjudagur, janúar 16, 2007

Hold Your Wee

Þessi frétt birtist í Blaðinu í dag, bls. 2. Ætli þetta sé flökkusaga?

Lést eftir pisskeppni
Jennifer Strange, 28 ára þriggja barna móðir frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, lést úr vatnseitrun eftir að hafa drukkið of mikið af vatni án þess að fara á salernið.
Strange var þátttakandi í útvarpssamkeppninni "Hold Your Wee for a Wii", þar sem keppendur áttu að drekka 225 ml af vatni á 15 mínútna fresti. Sá sem færi síðastur á salernið myndi standa uppi sem sigurvegari, en í verðlaun var ný Nintendo Wii-leikjatölva.


Veit ekki hvar á að byrja. Vatnseitrun? Útvarpssamkeppni?? Og þessi setning: "Sá sem færi síðastur á salernið myndi standa uppi sem sigurvegari". Jamm og já.

Nefnið mér fleira svona sniðugt sem hægt er að keppa í (í útvarpi).

Engin ummæli: