þriðjudagur, janúar 30, 2007

Að gefa upp öndina

Agndofa var ég yfir frétt um (líf)seigasta fugl í heimi, en þar segir frá önd sem fannst í ísskáp á Flórída. Ljótur byssukall hafði skotið önd þessa en samt var hún á lífi þegar eiginkona byssukallsins ætlaði að hafa hana í matinn.

Í Fréttablaðinu í dag segir: "Önd sem lifði af tveggja daga ísskápsvist eftir að hafa verið skotin af veiðimanni var við dauðans dyr á skurðarborði dýralæknis í Flórída...Hún hætti að anda í miðri aðgerð þar sem átti að gera við skotsár á væng hennar, en náði andanum á ný eftir lífgunartilraunir.." Sé fyrir mér svona stressaða ER senu, þar sem menn æpa skipanir, "stat!" og "clear!" og "bag her!"

Öndin heitir Perky. Og heimurinn er galinn.

Engin ummæli: