föstudagur, janúar 19, 2007

Gamalt spaug

Fyrr í kvöld, þegar ég og strákarnir mínir röðuðum í okkur pítsunni, þá léku þeir fyrir mig heilu kaflana úr Tvíhöfðagríni, af plötu sem kom út fyrir ábyggilega 10 árum. Atriðin sem þeir tóku voru: Fernandó pylsa, snjalli mongólítinn, öfuguggi og viðbjóður og kindin Einar. Akkúrat engin vandræði hjá Matta og Hjalta að læra langar senur utanað, maður veltir fyrir sér hvað gæti orðið úr þeim ef þeir einbeittu sér svona að náminu. Kannski væri ráð að fá þá Sigurjón og Jón Gnarr í vinnu hjá Námsgagnastofnun?



Núna sitja gaurarnir hérna hjá mér og glápa á Monty Python´s Holy Grail. Í þúsundmilljónasta skipti. Kunna þetta fram og til baka og hlæja alltaf. Og ég með. Og við erum að tala um mynd sem var búin til árið 1974.

Sumt grín eldist lygilega vel.

Engin ummæli: