miðvikudagur, janúar 10, 2007
Bein í bleiku holdi
Var með góðan gest í mat í kvöld, vinkonu dóttur minnar. Eldaði eftir uppskrift úr Gestgjafanum, balsamgljáðan lax með gulrótum, engifer, sítrónu og sellerí. Eftir matinn kom í ljós að vinkonan hefur ofnæmi fyrir bæði gulrótum og sítrusávöxtum. Og dóttir mín þolir ekki engifer (ég vissi það nú reyndar fyrirfram, finnst hún þurfa að venja sig af því). En laxinn var góður og vinkonan er enn á lífi (var að gá).
Þegar ég var að undirbúa matinn, pilla beinin úr laxinum, hugsaði ég: "hei, baun, þig vantar beinatöng." Eða kannski maður geti notað augnabrúnaplokkara í djobbið? Prófa það næst. Alltaf að spara.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli