föstudagur, ágúst 01, 2008

Ölbölsupprifjun hin minni

Verslunarmannahelgin er undarlegt tilveruhopp. Þegar ég var táningur fór ég tvisvar á Rauðhettu og veltist sauðdrukkin um einhverjar koppagrundir. Man eftir leiðindaveðri, skítakömrum (of fáum) og aulalegum viðreynslum (of mörgum). Rámar í ótrúlega útsmognar aðferðir við að smygla brennivíni inn á svæðið, t.d. bora gat á niðursuðudósir, sprauta í appelsínur og vindsængur, grafa í jörðu og gvuðveithvað. Og hvað það var nú indælt að vera veikur af víndrykkju, röflandi og ælandi. Sannarlega eftirsóknarvert.

Við gamla og glaðlega fólkið óskum landsmönnum öllum sem mestrar gleði og minnstrar ógleði um helgina. Farið varlega elskurnar, það er bara eitt líf á mann.

Engin ummæli: