sunnudagur, ágúst 24, 2008

Menning spenning

Opnaði dauðsyfjuð annað augað til að vera með, horfa á boltann. Mér hefur liðið eins og föðurlandssvikara, en hvað gerir stúlka sem engan áhuga hefur á íþróttum? Nú hún sofnar bara aftur.

Vorum á þvílíkum menningarbuxum í gær, að það hálfa hefði nægt í nóbel og óskar. Eftir að hafa úðað í okkur fiskisúpu, Pippi, Lindubuffi og engiferöli, brugðum við okkur á ljóðaupplestur í Friðarhúsi, mjög notaleg stund og friðsæl. Hugskotið var flott. Svo beint að hlusta á örlítið meira voljúm, brýnin úr gömlu eldiskvínni minni (Kópavogi), Fræbblana. Þeir eru merkilegt band, batna með árunum. Sem ég litaðist um meðal áhorfenda stakk mig hvað jafnaldrar mínir eru að jafnaði orðnir aldraðir. Getur þetta staðist?

Sáum þessu næst Megas með Súkkatsöngvarann ágæta sér við hlið bera fram orð í söng. Býsna skemmtilegt að heyra í þeim. Mér gekk betur að skilja annan en hinn.

Bærinn var fullur af fólki og flugeldasýningin var búmm, hviss, vííííí!

Og silfur er fallegt.

Engin ummæli: