Nú ætla ég að skrifa einfalt mál. Fyrir þig sem telur þig vera að horfa á raun-veru-leika-sjónvarp. Þú sem heldur að þú vitir allt um mig og mitt líf. Reyndu að ná þessu: Blogg er tómstunda-gaman*. Ég skrifa það sem mér sýnist. Ég ýki. Ég skálda eða sný hlutunum á haus. Gæti t.d.**** sagt að allt væri í himna-lagi, þótt mér liði ekkert sérstaklega vel. Þannig tekst ég á við leiðinlega hluti. Stundum. Þegar þannig liggur á mér.
Oft er ég glöð og skrifa gleðileg blogg. Mörgum þykja súr blogg skemmti-legri en sæt blogg. Það skil ég vel. Hver veit nema ég reyni að skrifa nokkur harm-þrungin***** blogg á næstunni. Þá líður þér ábyggi-lega betur.
*tómstunda-gaman er eitthvað sem maður gerir sér til dægra-styttingar**
**dægra-stytting er eitthvað sem maður gerir sér til dundurs***
***dundur getur þýtt föndur í þessu samhengi, eða slór
****t.d. er algeng skamm-stöfun og stendur fyrir orðin "til dæmis"
*****sorg-leg
Engin ummæli:
Skrifa ummæli