föstudagur, ágúst 15, 2008

Kindagötubarnaleikur

Ég er hjólbeinótt. Minn fyrrverandi er kiðfættur og útskeifur. Er nema von að ég hafi haldið að við myndum eignast beinfætt börn? Smávægilegur misskilningur af minni hálfu, en rétt að taka fram að þetta átti engan þátt í skilnaði okkar Péturs. Börnin líkjast föður sínum uppúr og niðrúr og er það vel. Bráðmyndarleg og vel lukkuð börn öll þrjú.
Um daginn fór ég í fjallgöngu, seig í sinum og fótviss, og þá var mér bent á ótvíræðan kost þess að vera hjólbeinóttur. Sem kætti mig ógurlega.

Það er barnaleikur fyrir hjólbeinótta að ganga kindagötur.

Engin ummæli: