miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Afneitun á flösku

Álpaðist til að kaupa gosdrykkinn Mix um daginn og fannst hann heldur verri en vant er. Skoðaði flöskuna og svo virtist sem ég hefði keypt eitthvert dæet-drasl í ógáti, ef ekki bara ölæði. Gaumgæfði miðann og sjá: Mix drykkurinn er sykurlaus en það er sykur í honum.

Ekki ætla ég að deila við Egil Skallagrímsson, hann er víst svo skapvondur.

Engin ummæli: