laugardagur, ágúst 30, 2008

Út úr kú

Voðaleg hroðvirkni er þetta, hver skaut alla prófarkalesarana?

Veit ekki hvort þið getið lesið fréttina, en þarna stendur m.a.: "Kú í Englandi var frelsuð úr prísund sinni nýlega en hún hafði fest höfuð sitt inni í þvottavéla trommunni. Gangandi vegfarandi kom auga á kúnna þar sem hún var orðin mjög pirruð..."

Hér er kýr
um kú
frá kú
til kýr.

Já, já, ég veit að þetta er tuð. En þetta kemur á prófinu.

Engin ummæli: