miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Heigull er ekki kryddtegund

Litla raggeitin hló hátt og tilgerðarlega. "Ég vann", hugsaði hún og leit hróðug á verkfærin sín. Dró gauðslitna uppgerðarauðmýkt úr hrokabelg og bar vandlega á hana júgursmyrsl. Renndi holdugum fingri eftir sljórri egg smjaðursins. Afneitun fékk fægingu, enda mesta þarfaþing. Eftirlætisverkfæri sitt bar bleyðan upp að vörum, hvíslaði blíðlega, ó, elsku lygin mín, hvað þú skerpist við notkun.

Litla raggeitin lærði aldrei á spegil.

Engin ummæli: