fimmtudagur, júlí 31, 2008

Fýlupúkar og ókurteislingar

Fátt veit ég leiðinlegra en að bjóða manneskju eitthvað ætilegt og sjá hana sitja með fýlusvip við borðið og snerta ekki á matnum, sem maður hefur þó haft fyrir að útbúa. Sumir virðast líta á það sem sérstaka greiðasemi við aðra að láta ofan í sig næringu. Hrikalega er það bjagað viðhorf gagnvart mat. Ég er ekki að tala um matvönd börn, þau eru sérkafli. Ég er að tala um fullorðið fólk.

Ef manni er boðið eitthvað, er hægt að afþakka kurteislega, "nei, takk, ég er ekki svöng" og málið er dautt. En að sitja til borðs og horfa með luntalegri vanþóknun á aðra næra sig...ég á ekki orð yfir hvað fólk getur verið óuppdregið.

Engin ummæli: