föstudagur, júlí 11, 2008

Asparbrundur og flugumein

Í miðjum skafli asparbrunds liggur sótsvartur köttur.

Mig langar að taka mynd. Vildi að ég hefði tekið mynd af Mýrdalssandi um daginn, lúpínubreiðunum og haglélinu sem var á stærð við tyggjókúlur. Snjóhvítar tyggjókúlur. Svart, hvítt, blátt, grænt í glampandi sólskini, jökull á aðra höndina og hafið á hina.
Kúnstpása.

Er ekki eitthvað bogið við fyrirsögnina "Dýr bæjarstjóri í Grindavík"?

Talandi um dýr. Ég á rafmagns flugnaspaða sem lítur út eins og dvergvaxinn tennisspaði. Flugurnar látast samstundis og það kemur neisti. Hef ekki gert flugu mein ennþá (er með fólk í því) en er viðbúin fyrsta geitungnum.

Engin ummæli: