laugardagur, júlí 05, 2008

Skyldi það vera draugahjól

Í kvöld var mér hrint í Hólavallakirkjugarði. Datt um hjólið mitt, lenti illa, fékk hnykk á hálsinn og er hrufluð og aum í skrokknum. Hjálmurinn rispaður, gott ég var með hann.

Það var ill afturganga sem ýtti mér um koll. Allt gengur á afturfótunum hjá henni og hún verður að níðast á einhverjum. Beiskar vofur hata bros.

Í ísbúðinni var Norman Bates að afgreiða, hann mælti með pekanhnetum í bragðarefinn. Algjört hnossgæti.

Sit núna alveg bakk í latastrák, búin að taka verkjatöflur og nenni ekki að gera neitt í því að bráðum gýs eldfjall í sjónvarpinu.

Engin ummæli: