laugardagur, júlí 05, 2008

Hjólbaunaraunir

Fyrir stuttu var hjólið hans Hjalta míns skemmt illa. Allur gírabúnaður var rifinn og beyglaður og fleira eyðilagt. Skil ekki af hvaða hvötum fólk gerir svona. Djöfuls óeðli bara.

Eftir þetta lánaði ég honum Mongoose fjallahjólið mitt, svo hann kæmist ferða sinna. Nokkrum dögum síðar var því hjóli stolið og hefur ekkert til þess spurst.

Fer reyndar að hallast að því að fjallahjólið mitt sé hálfgerður óheillagripur. Keypti það árið 2005 og því hefur tvisvar sinnum verið stolið, það skemmt og síðan lenti ég í slæmu slysi á því árið 2006, en þá braut ég tvö bein og marðist og hruflaðist um allan kroppinn.

Spurning hvað ég eigi að leggja mikið á mig til að reyna að fá hjólræfilinn til baka. Á maður að nenna að fylla út skýrslu fyrir tryggingarnar? Sé ekki að ég græði neitt á því. Kannski best að leyfa ræningjaóberminu að njóta hjólsins.

Engin ummæli: