miðvikudagur, júlí 16, 2008

Ilmvatnsfýla, hallóskuvandræði og hákarlalýsi

Komin í sumarfrí, loksins. Fór í fjólubláan kjól af því tilefni. Hann er glænýr en mér til mikillar skelfingar er megn ilmvatnsfýla af honum, eða eiginlega vondur híbýlailmur (kemískur og klósettlegur). Fuss og fne.

Mér finnst hallóskan búin að vera hundleiðinleg í langan tíma. Er að spá í hvort maður eigi að nenna að skipta um kerfi. Hvað verður þá um athugasemdirnar?

Systir mín var að reyna að hafa ofan af fyrir hópi Kínverja um daginn og fór með þá í sætar og áhugaverðar búðir niðri í bæ, en þeir höfðu lýst yfir hug á að versla eitthvað. Þeir létu sér fátt um finnast þar til henni datt í hug að fara með þá í matvöruverslun. Þar kættust þeir ógurlega og keyptu upp allar birgðir af hákarlalýsi, fyrir tugi þúsunda króna. Giska á að Kínverjar trúi því að í hákarlalýsi sé typpamáttur.

Legg ekki meira á ykkur, átta manns í mat hjá mér í kvöld og mál að spá í matseðilinn.

Engin ummæli: