miðvikudagur, júlí 02, 2008

Plástur á tapsárið

Gaman er að spila marías. Ekki man ég eftir mörgum spilum sem aðeins tveir geta spilað, en það segir nú reyndar ekki margt um fjölda slíkra hvað festist í mínu götótta minni. Nafn spilsins marías er komið úr frönsku, "mariage", og í því lýsir maður með hjónum þegar svo ber undir. Öndvegis gott spil fyrir ástfangna. Nema fyrir tapsára.

Svo spilum við líka stundum backgammon sem kallast kotra á íslensku. Það er svo miklu skemmtilegra að spila en glápa á sjónvarpið. Nema maður sé mjög tapsár.

Á morgun ætla ég að druslast í vinnu, enda þokkalega gróin sára minna.

Engin ummæli: