föstudagur, júlí 04, 2008

Ísland er land þitt

Mér er ekki sama hvernig komið er fram við fólk á heimili mínu. Mér er ekki sama hvernig komið er fram við fólk í landinu mínu. Mér er ekki sama hvernig komið er fram við fólk í heiminum.

Þar sem mannréttindi skipta mig máli, verð ég að vera manneskja og sýna að mér sé ekki sama þegar þau eru virt að vettugi.

Ein lítil leið til að sýna hug sinn í verki er að mótmæla óréttlæti.

Mér er ekki sama.

Engin ummæli: