þriðjudagur, apríl 15, 2008

Straubolti kemur aðeins óbeint við sögu hér

Eftir erilsaman vinnudag og leikfimitíma hélt ég lúin heim á leið og ætlaði beint í tiltekt. Allt í rusli í kotinu og von á langþráðum gesti á morgun. Mér að óvörum beygði bíllinn inn að Kringlu. Þaðan sneri ég klyfjuð straubretti á stærð við viðlagasjóðshús og með þennan sumarkjól. Mér finnst hann æði.

Í sumar mun ég strjúka alla fallegu kjólana mína og annað lín á víðáttum nýja straubrettisins.

Engin ummæli: