mánudagur, apríl 14, 2008

Hlustum á Útvarpið, höngum á Netinu og hossumst í Rúminu

Ég skrifa netið alltaf með litlum staf. Finnst álíka bjánalegt að skrifa það með stórum eins og að skrifa sími með stórum, "ég er að tala í Símann". Enn asnalegra þykir mér að rita "Internetið", rámar í að hafa séð það á Mogganum. Netið er bara miðill eins og sími, sjónvarp og útvarp.

Þar hafið þið minn túkall í réttritun á netinu. Þið megið mótmæla en ég tek ekkert mark á ykkur.

Engin ummæli: