sunnudagur, apríl 06, 2008

Fjórbrjóst

Mig langar að deila því með ykkur að núna er ég í svörtum kjól alsettum gylltum, silfruðum og sægrænum pallíettum og perlum. Fallegur, já. Ekkert smá. En það fylgja með honum brjóst. Og þau eru ekki alveg á sama stað og mín.

Man þá tíð er herðapúðar voru í öllum efripartaspjörum. Skyldu brjóstpúðar vera nýja trendið?

Engin ummæli: