sunnudagur, apríl 27, 2008

Malbiksís á feni

Það er ekki eins og mig hafi langað að standa í eldhúsinu í allan dag og steikja kjötbollur, en ég gerði það samt. Líklega vildi ég það en langaði ekki. Sigur andans yfir kjötinu.

Eftir kjötbollugerðina fórum við Hjalti minn hjálparkokkur í ísbúðina þarna í Feninu. Já, þessa sem er svo vinsæl að maður þarf helst að taka númer fyrir barnið sitt þegar það fæðist svo það geti átt möguleika á bragðaref við fermingu. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju hálf þjóðin hópast í akkúrat þessa ísbúð í hvert sinn sem sólin skín, ísinn er auðvitað fínn, en umhverfið hroðbjóður.

Angandi af sænskum kjötbollum, með ís gutlandi í maganum, brá ég á það ráð að fara út að skokka.

Held ég þurfi að fara í bað.

Engin ummæli: