fimmtudagur, apríl 10, 2008

Barnabörrberrís fne

Næst þegar ég kvarta undan bjánalega sveipnum í toppnum ætla ég að muna að margir eiga við stærri vandamál að stríða en óþægt hár.

Var að horfa á frétt um að nú væru Danir komnir á kaf í rándýra merkjavöru í barnafötum. Ungbarni í Burberrys, Armani og Chloe og hvað þetta heitir allt saman er veifað sem stöðutákni. Og ég sem hélt að Danir væru frekar spar- og skynsamur þjóðflokkur. Maður hljómar eins og argasta ellifól, en ekki var nú púkkað svona upp á klæðnað minna barna, þau gengu fyrstu árin mikið í notuðum flíkum sem ég fékk að láni. Vona að það hafi ekki krumpað í þeim sálina.

En hverjum finnst Burberrys fallegt? Í alvöru? Þetta er hundandskoti ljótt, enda hef ég séð hund í svona köflóttri slá (og það slapp til).

Engin ummæli: