þriðjudagur, apríl 22, 2008

Magaspegill sálarinnar

Læknirinn er búinn að panta tíma fyrir mig í magaspeglun á mánudaginn. Mallakútur baunar hefur nefnilega verið með vesen í sívaxandi mæli undanfarna mánuði, og lyf hafa ekki komið að gagni. Læknirinn spurði hvort ég hefði verið undir sérstöku álagi. Ég gat ekki neitað því, sagðist hafa verið undir miklu álagi í rúm tvö ár og það hefði náð hámarki síðastliðið sumar, með skelfilega erfiðum málum. Sagði honum líka að þessi streita væri að mestu leyti úr sögunni. Doksi sagði dæmigert að svona kæmi niður á heilsufarinu "eftirá". Kona rembist við að vera hetja, standa sig á meðan lamið er á henni, en svo hrynur eitthvað í kerfinu þegar hægist um.

Er heima núna, lasin. Fékk hita og hrikalegan hausverk í gær, skalf öll og nötraði. Búin að sofa nær sleitulaust í tæpan sólarhring.

Vorið. Vorið.

Engin ummæli: