mánudagur, apríl 28, 2008

Minnislaus magi

Jæja. Þá er ég orðin alvöru fullorðins. Búin að fara í magaspeglun. Vill til að ég hef varla hitt mann, konu, álf eða dverg að undanförnu sem ekki hefur viljað deila með mér reynslusögum af þessari hrífandi rannsókn. Hafa allir Íslendingar farið í magaspeglun? Af hverju var mér haldið utan við þetta grín fram á gamals aldur? Maður spyr sig.

Ykkur að segja var þetta ekkert mál, ég fékk eitthvert lyf í æð sem verkar eins og nauðgunarlyf hlýtur að vera, því ég man nákvæmlega ekki neitt frá rannsókninni. Læknirinn tjáði mér hins vegar að ég hefði verið afar "samvinnuþýð".

Og nú er ég magi meðal maga, spegluð og greind. Ó, já.

Engin ummæli: