föstudagur, apríl 11, 2008

Geispa golfinu

Í dag sat ég í fínni móttöku við hliðina á manni sem reyndi að útskýra fyrir mér í löngu máli hvað golf er sniðug og spennandi íþrótt. Ég dáðist að þolinmæði mannsins. Og undraðist ónæmi hans.

Svo er mér ljúft að greina frá því að 200 þúsundasti flettarinn er alveg að fara að fletta síðunni minni. Ef ég finn út hver hann er þá fletti ég ofan af honum.

Engin ummæli: