föstudagur, apríl 04, 2008

Nuddvortis

Heilun er aðferð lækninga þar sem orku er beitt, ýmist með handayfirlögn eða fjarheilun. Læknandi áhrif heilunar verða þegar efri líkamarnir, t.d. orku-, tilfinninga-, og geðlíkami fá leiðréttingu á orkufæði sínu.*
Ég er leitandi sál. Skoða stundum nýaldarspeki og velti fyrir mér hversu desperat maður þarf að vera til að borga fyrir árunudd, heilun, cranio, reiki og hvað þetta nú allt heitir. Veit að nudd og heilun eru ekki sami hluturinn en eitt af því bjánalegasta sem ég hef lent í um ævina var þegar mér var gefið "dekurnudd" í afmælisgjöf, pantaði tíma og var svo heppin að lenda á kornungum dreng sem var nýbúinn að læra "lækninganudd" sem hét einhvað í líkingu við kúkkúvává. Hann spurði mig óðamála hvort ég vildi "nokkuð" fá dekur, vildi ég ekki heldur að hann lagaði mig með þessari undraaðferð? Ég muldraði eitthvað um að ég vildi nú bara þægilegt nudd en hann lét það sem vind um eyru þjóta og tók til óspilltra málanna við lagfæringarnar, m.a. greindi hann spenntur frá því að annað nýrað í mér hefði dottið úr sætinu sínu. "Ja, hérna" náði ég að tauta á meðan hann ýtti og potaði ógurlega fast í bakið á mér drjúga stund, uns hann dæsti ánægður að sér hefði tekist að færa nýrað upp í sætið. "Ertu til í að spenna á það beltið í leiðinni" umlaði ég oní gatið á bekknum, örmagna eftir lækninguna. Þáði ekki meira nudd frá þessum unga og glaðlega ofurpotara, þótt hann benti mér á ótal margt sem enn væri í vondu standi, bæði innvortis og útvortis.
Heilun og táknmál líkamans.
Neiðkvæð upplifun við heilun.

Tinandi höfuð: Beina athygli að fótum –jarðtengja og nota jafnvel kristalla við jarðtengingu.

Þaninn kviður: Of mikil orka í sólarplexus. Jarðtengja og nota kristalla í sambndi v/vinnu v/innra barn og nota tákn/kristalla inn á tilfinningar.

Vera “speisaður”: Keyra kundalini gegnum micro-cosmic svið og nota jarðtengjandi kristalla.

Aftengist raunveruleikanum: Illa jarðtengdur og nauðsynlegt að still sig inn og gott að nota til þessa hugleiðslu m/jarðtengjandi kristalla og komast í jafnvægi.

Hvernig á að stilla sig inn:
1. Hafa athygli í hvatastöð
2. Hugleiða m/kristalla sem við á.
3. dreka vatn lítið í einu og hægt.
4. hafa Rósaquartz í báðum lófum.
5. Fyrir heilarann: Setja hendur í skál með heitu eða söltu vatni þar til jafnvægi kemst á.
6. hreinsa áruna.
7. fara í göngutúr út í náttúrunni og finna tengingu við náttúruna.*

*allt skáletrað er tekið beint af síðunni http://www.hugveislan.is

Engin ummæli: