þriðjudagur, mars 25, 2008

Sóttarsængurbaun

Jæja. Undanfarið hef ég lesið veikindablogg í löngum bunum og krumpast af meðaumkun vegna þjáninga sambloggara minna. Hef verið heppin sjálf, sloppið svo til alveg í allan vetur, aðeins fengið ómerkileg smáskot af kvefi en nú, já, núna, er ég komin með fullorðinsútgáfuna, the Beta version straight from hell.

Sem minnir mig á að að Danir vilja leggja Helvíti niður og það er ábyggilega ekki versta hugmynd á sveimi í þessum heimi. Niður hlýtur að vera í rétta átt í öllu falli. Það bölv sem ég man best úr æsku kom frá pabba mínum þegar hann var að gera við þvottavélina eða annað sem bilaði á heimilinu (mig grunar að honum hafi þótt það grútleiðinlegt). Hann tvinnaði grimmt og ég man þennan bút: Djöfullinn danskur!

Atsjú!

Engin ummæli: