þriðjudagur, mars 25, 2008

Nördar fá líka kvef

Skynja mikinn pirring bæði í ket- og netheimum. Held að efnahagsástandið narti í sálirnar, kroppi og erti þær undir yfirborðinu. Kvíði og spenna, spenna sultarólar, attbú góðærið sem flaug reyndar framhjá mér eins og teinótt prump.

Hef fyllstu ástæðu til að vera örg, þar sem búið er að breyta mér í hor- og slímspúandi fabrikku, hóstandi og hnerrandi. Ég er mengun og mér er illt í haus. Gott samt að eiga góða að, fékk þetta fína myndbrot sent og við það snörlaði ég og hló þannig að útfrymi spýttist í allar áttir, enda gegnheill trekkari með MP duld.

Engin ummæli: