sunnudagur, mars 16, 2008

Sól og kannski kemur vor

Netið er búið að vera handsnúið, ef ekki beinlínis andsnúið í dag. En mikið er ég búin að karpa díemminn. Fór í gönguferð í Heiðmörk með Matta mínum í brakandi demantasnjó og sól. Pissaði í skóginum í álfabirtu á nálarnar sem höfðu fallið á jörðina og enginn heyrt þær detta. Saumaði fóðrið í vösunum á svarta pæjufrakkanum, saumaði tölur á fallegu bláu blússuna mína, eldaði lambaskanka í fjóra tíma, horfði á tvær bíómyndir með börnunum, horfði á dóttur mína raða upp á nýtt í eldhússkápana, fussandi blíðlega yfir skipulagsskertri móður sinni.

Gæfa að lifa svona góðan dag.

Engin ummæli: