mánudagur, mars 03, 2008

Hvítt hyski

Taktu slatta af afbrýðisemi, helling af öfund, eina lélega sjálfsmynd, tvö tonn af reiði, þrjá bolla af illgirni, átta sneiðar af yfirgangi og 10 af frekju, botnfylli af þráhyggju og vænan skammt af paranoju. Hrærðu sjö matskeiðar af sorpkjafti saman við. Kryddaðu með hömluleysi og rugli. Gættu þess vel að blandan komist hvergi í snertingu við innsæi, sanngirni, dómgreind eða heilbrigða skynsemi. Hlauptu.

Engin ummæli: