þriðjudagur, mars 11, 2008

Apaungar í stuði

Ein af þeim hugmyndum sem ég hef haft um sjálfa mig er að ég sé þokkalega læs. Rakst þó á orð í dagblaði í dag sem ég þurfti að stauta mig fram úr. Stuðarapungar.

Stuðarapungar tengjast annarri hugmynd. Mér hafa stundum þótt dráttarkrókar á bílum undarlega heillandi.

Engin ummæli: