fimmtudagur, mars 13, 2008

Orð, hlaup, mysuostur

Sat á námskeiði í allan dag og inn um hlustir mínar streymdu orð eins og anhedonismi, priapismi, locus coerulus, subcortical dementia, substantia nigra, lewy bodies...

Kom heim, alveg búin á því. Hellti úr eyrunum, smellti mér í hlaupaskóna og hljóp frá mér allt vit. Úðaði svo í mig ristuðu brauði og norskum mysuosti, sem ég trúi að bæti böl og gleðileysi heims.

Mér finnst þessi dómur góðar fréttir. Það er ljótt að stela. Líka orðum.

Engin ummæli: