miðvikudagur, mars 19, 2008

Gleðilega páska

Bloggið mitt les bókhneigt og gáfað fólk. Þetta veit ég. Því leita ég til ykkar nú, þegar mig vantar sárlega að vita deili á þjóðsögu sem ég heyrði sem barn. Það sem ég man er að hún fjallaði um masgjarna konu og í sögunni kemur þessi setning fyrir, "át ég keppinn, Jóhannes?"

Svo verð ég að játa eitt hræðilegt. Í gærkvöld þegar íslensku tónlistarverðlaunin voru okkur almúganum til sýnis, þá rann fjarstýringarfingurinn stundum (oft) til, að Skjá einum þar sem rúllaði þáttur um Spice Girls.

Ég er plebbi.

Engin ummæli: