föstudagur, febrúar 01, 2008

Skór við hvert fótmál

Í útlöndum kaupir maður skó. Þetta veit hvert mannsbarn.

Fann þessi þrjú pör á Nørrebro og þar gengum við í heilagt fótaband (sk. fjölskókvæni). Fór líka á Laundromat Café, sem er í eigu Íslendinga, og mikið asskoti er það huggulegt og fínt. Þjóðremba er góð með kaffinu.

Kaupmannahöfn rokkar.

Engin ummæli: