mánudagur, febrúar 11, 2008

Björt eru stellin stjarnanna

Þegar amma var ung voru næstum allar tönnurnar rifnar úr henni (án deyfingar). Ein eða tvær voru skemmdar og fyrst búið var að sækja tannlækni, þótti við hæfi að nýta ferðina og láta kippa rest og fá alminlegar gervitennur. Þær þóttu bæði fallegri og vandræðaminni til brúks en þessar rótföstu.

Er að horfa á þátt í sjónvarpinu þar sem hópur vel snyrtra karla og kvenna með áhyggjusvip leysir subbulega morðgátu. Þetta laglega og bráðvel gefna fólk er með ofurhvítar tennur, reyndar svo hvítar að það gæti hæglega beitt sínu bjarta brosi í stað yfirheyrslulampans góðkunna úr gömlu stríðsmyndunum.

Bláhvítar tennur gera voða lítið fyrir mig. Sjáið þið Erlend fyrir ykkur leysa málið - í lopapeysu og með hvíttaðar tennur?

Engin ummæli: