sunnudagur, febrúar 24, 2008

Baunerwisserdraumur

Í morgun vaknaði ég með leifar af draumi í haus. Í draumnum gat fyrrverandi tengdamóðir mín ekki myndað hljóðið "d" og fyrrverandi tengdapabbi og sonur hans voru að rembast við að kenna henni "d" með því að láta hana segja "p" í sífellu. Þetta fór svo í taugarnar á mér að ég heimtaði að fá að kenna þeirri gömlu "d" á réttan hátt og fór með lærða tölu fyrir feðgana um tannbergsmælt hljóð, teiknaði skýringarmyndir á eldhússkápana heima hjá þeim og sýndi á pedagógískan hátt hvernig maður bæri sig að við slíka framburðarkennslu.

Þeir horfðu á mig dálitla stund og héldu síðan áfram að láta fyrrverandi tengdamóður mína endurtaka "pépépé".

Engin ummæli: