sunnudagur, febrúar 24, 2008

Gult stolt

Gula gúmmíhanskaþemað í Dr. Spock, hvar ertu nú?, fannst mér býsna fyndið, þótt lagið hafi í mínum eyrum verið lítið annað en óþægilegur hávaði. Það skal upplýst hér og nú að um búninga og sviðslúkk sáu bróðir minn og kona hans, þau Jón Örn og Magga. Brósi bjó m.a. til akandi gúmmíhanskann og stýrði um sviðið í gærkvöld. Þótt hann sé litli bróðir minn, var hann ekki inni í hanskanum, heldur baksviðs með fjarstýringu (skýring fyrir ykkur ótæknilega fólkið). Ég er að sjálfsögðu afar stolt af bróður mínum, enda var þarna á ferð flottasti fjarstýrði gúmmíhanski sem ég hef séð lengi.

Hér má sjá útsendingu frá úrslitakvöldinu, Dr. Spock birtast á sviðinu 1:04.

Svo er lag að plögga fyrirtæki litla bróður, en það heitir Margt og merkilegt. Tékkið á því!

Engin ummæli: