mánudagur, febrúar 25, 2008

LI-merki

Vakna á hverjum morgni við það að ég stend í sturtu. Hef áhyggjur af einu. Það kemur æ oftar fyrir að ég hafi ekki græna glóru um hvort ég sé búin að þvo hárið eða ekki.

Gladdi mig að heyra í fréttunum áðan að einhver eldgamall dúddi er farinn að skera fólk upp við alshæmer. Játa hér með semingi að ég er farin að drekka grábland, silfurte, ljósavatn...svona stundum. Og setja af og til upp kisuleg gleraugu vegna "aldurstengdrar fjarsýni". Ekki samt komin með áhuga á ættfræði. Sennilega tímaspursmál.

Engin ummæli: