laugardagur, febrúar 09, 2008

Þessi maður

Þessi maður líkti höfðinu á mér við félagsheimili úti á landi. Þessi maður kann að smíða, rafvirkjast og elda guðdómlegan mat. Þessi maður er með stóran haus, fullan af sögum. Þessi maður er með blíðustu og bestu hendur í heimi. Þessi maður er búinn að jóðla fyrir mig og syngja valin lög úr Sound of music, án augljósra hæfileika til söngs. Þessi maður kemur mér alltaf til að hlæja.

Þessi maður er fallegur yst sem innst.

Engin ummæli: