laugardagur, febrúar 23, 2008

Hækkandi óráðsíuvísitala

Hafið þið gert ykkur grein fyrir því hversu mjög óráðsía og flottræfilsháttur landans kostar okkur? Þetta lið sem kaupir rándýra montéppa og lætur laga hverja smárispu og beyglu veldur stórfelldri hækkun iðgjalda tryggingafélaga. Fór yfir málin um daginn hjá mínu félagi og komst að því að á aðeins tveimur árum höfðu ársiðgjöld mín hækkað um 40 þúsund krónur, og munaði þar mestu um hækkun bifreiðatrygginga og keyri ég þó alltaf um á sömu gömlu druslunni. Einn dúddi sem ég vinn með ræðir reglulega við sitt félag, hótar að fara annað með tryggingapakkann sinn og við það bjóðast honum undantekningalaust betri kjör. Þessu hef ég aldrei nennt að standa í, þoli ekki svona rugl, fáránlegt að þurfa að prútta eins og arabi um alla skapaða hluti. Veit að lífið er tík og táradalur og ekkert réttlæti í heiminum en hví, ó hví, þarf þetta að vera svona? Heilagur skítur hvað fjármál eru leiðinleg.

Hvort sem þið trúið því eða ekki þá er ég í massa góðu stuði að glápa á laugardagslögin. Held ég haldi með Ragnheiði Gröndal. Rosa flott hjá henni.

Engin ummæli: