fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Ekki án efa í óvissu sinni

Ég er svo lélegur trúleysingi. Lin í ekkitrúnni. Hálföfunda fólk sem lifir í vissu um að til sé guð og framhaldslíf og búttaðir englar á skýi. Get ekki trúað á guð almáttugan skapara himins og jarðar þótt það væri býsna notalegt að gera sér vonir um svífandi sálarbaun um eilífðarsali. En ég á svo erfitt með að trúa á hluti sem mér finnast ekki í takt við heilbrigða skynsemi. Trúi reyndar ekki á heilbrigða skynsemi, en reyni að beita henni. Þegar ég nenni.

Valentínusardagur í gær. Trúði ég á hann? Nei. En á Íslandi eru, skv. Hagstofunni, sjö karlmenn sem bera nafnið Valentínus. Hallast að því að þeir séu til og vona að þeir eigi sér fagurt líf, fullt af ást.

Letin liggur í hengirúmi og efast. Það getur hún.

Engin ummæli: