mánudagur, maí 01, 2006

Ríkir viðburðir

Síðan síðast er ég búin að:

- fljúga norður, á verði utanlandsferðar, án þess að sýna passa eða kaupa toblerone
- ganga berfætt í norðlenskri fjöru, í heitum mjúkum sandi...
- renna mér niður hæsta fjall Norðurlands á sleða sem var eins og risavaxið skærgult uppblásið dömubindi með vængjum og handföngum. Fór eins og elding niður fjallið, sá ekki neitt og hló svo mikið að ég gat ekki andað
- æfa mig í norðlensku, gengur bara vel að skilja og lesa hana, en er léleg að tala hana

Engin ummæli: