miðvikudagur, maí 03, 2006

Live long and prosper


Ég hef mjög gaman af vísinda-skáldskap. Datt algerlega inn í Star Trek þegar ég bjó í Bandaríkjunum. Finnst líka Babylon 5 einhverjir bestu þættir sem ég hef séð. Er ég nörd? Hugsanlega. Skammast ég mín fyrir það? Nei. Ætla ekki að bæla lúðann í mér lengur heldur æpa hér út í rafgeiminn: Hei, ég fór einu sinni á Star Trek ráðstefnu! Hún var haldin í Indianapolis og beið ég lengi í biðröð til að fá bók áritaða hjá Nichelle Nichols (sem eins og allir vita) lék Communications Officer Uhura í upprunalegu Star Trek seríunni. Ó, já. Þá er það komið út í loftið.


Lifið lengi og blómstrið.

Engin ummæli: